Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

The Plumber

The Plumber (1979) er þriðja kvikmynd Peter Weir sem sýnd er í Bíótekinu. Myndin er áhrifarík spennumynd sem fléttar félagslegri ádeilu saman við óhug og hræðslu.

Líf metnaðarfulls menntafólks umhverfist þegar pípulagningamaður mætir til að laga baðherbergið en fer smám saman langt út fyrir það sem mætti kalla hefðbundin störf.

Það sem byrjar sem venjuleg viðgerð verður að ástandi þar sem persónur myndarinnar dansa á barmi örvæntingar eða klárrar sturlunar.

Myndin sver sig í ætt við önnur verk Peter Weir með því að vera einskonar hversdagshrollvekja þar sem upplifanir og veruleiki ólíkra manneskja í bland við fordóma getur byggt upp sannkallað martraðarástand.

Gríðarlega spennandi mynd eftir einn af bestu leikstjórum okkar tíma.

Sýningatímar


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Leikstjórn: Peter Weir
  • Handrit: Peter Weir, Harold Lander
  • Aðalhlutverk: Ivar Kants, Judy Morris, Robert Coleby
  • Lengd: 76 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti:
  • Tegund:TV Movie, Thriller, Comedy, Horror
  • Framleiðsluár: 1979
  • Upprunaland: Ástralía