Bíó Paradís og Franska kvikmyndahátíðin í samstarfi við Inclucine verkefnið, kynnir skynvæna sýningu á grínmyndinni A Little Something Extra sunnudaginn 26. desember kl 13:00.
Á skynvænni sýningu eru einstaklingar á einhverfurófinu sérstaklega velkomnir sem og þeir sem kunna að meta minna áreiti en bíósýningar bjóða vanalega uppá.
Skynvæn sýning þýðir að:
- ljósin eru hálfkveikt allan tímann
- hljóðið er lægra en venjulega
- það er ekkert hlé
- engar auglýsingar fyrir mynd
- opið er fram og það má fara fram og hvíla sig á myndinni
- það má ganga um og hreyfa sig á meðan sýningu stendur
- þeir gestir sem óska þess geta fengið sjónrænar upplýsingar um sýninguna og Bíó Paradís til að undirbúa sig undir viðburðinn
Inclucine verkefnið er styrkt af Europa Cinemas, Creative Europe MEDIA, og Collaborate to Innovate.
Um myndina:
Þessi hlýja og skemmtilega kvikmynd Un p'tit truc en plus segir frá óvæntum tengslum sem myndast á ólíklegustu stöðum.
Þegar hópur fólks með ólíkan bakgrunn kemur saman, leiðir tilviljun til dásamlegra augnablika sem minna okkur á fegurðina í smáatriðum lífsins.
Með léttum húmor og hjartnæmum boðskap er kvikmyndin falleg áminning um að stundum eru það litlu hlutirnir sem skipta mestu máli.
Myndin er opnunarmynd Franskrar Kvikmyndahátíðar 2025.
English
To escape the police, a son and his father find refuge in a summer camp for young adults with disabilities, posing as a resident and his educator.
The beginning of trouble and a wonderful human experience that will change them forever.
Un p'tit truc en plus is the opening film of the French Film Festival 2025.