Paradís Amatörsins

Á Íslandi, í Paradís Amatörsins, voru alltaf til menn sem tóku upp viðburði í fjölskyldum eða bæjarfélagi – áður en nokkur vissi almennilega til hvers. Í dag eru það ekki lengur viðburðir sem eru skrásettir, heldur sjálfsmyndir sem eru skapaðar. Og allt þetta efni endar á YouTube.

Myndin byggir á efni frá mönnum úr fjórum kynslóðum sem allir hafa deilt lífi sínu á YouTube. 

Vinningsmynd dómnefndarverðlauna Skjaldborgar 2025 Ljóskastarans!

Stuttmyndin Herramenn verður sýnd á undan Paradís Amatörsins á sérsýningu laugardaginn 8.nóv kl.17:00 - nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Einstakt tækifæri til að sjá heimildamyndina Herramenn, stuttmynd eftir Janus Braga Jakobsson frá 2009. Fram koma Andri Freyr Viðarsson, Sindri Már Finnbogason og Haukur Þórðarson.

Í myndinni reyna þeir á einum eftirmiðdegi að stofna band í kvikmyndaveri í Danmörku, drekka smá bjór, reykja smá sígó og segja góðar sögur.

Stuttmyndin hlaut áhorfendaverðalun RIFF 2009

Trailer: www.youtube.com/watch?v=hM0WeIVpuT0


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Frumsýnd: 18. Október 2025
  • Leikstjórn: Janus Bragi Jakobsson
  • Handrit: Janus Bragi Jakobsson, Tinna Ottesen, Kristján Loðmfjörð
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 86 mín
  • Tungumál: íslenska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 2025
  • Upprunaland: Ísland