Jörðin undir fótum okkar

Jörðin undir fótum okkar segir frá sólarlagi lífsins á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík þar sem tíminn lýtur sínum eigin lögmálum.

Þetta er þriðja kvikmynd Yrsu Roca Fannberg (Salóme 2014; Síðasta haustið 2019) og var frumsýnd á einni virtustu hátíð fyrir heimildarmyndir CPH:Dox í Danmörku.

Myndin er ljóðræn og veitir einstaka innsýn í þetta tímabil lífsins þar sem mennska og kærleikur skín í gegn. Myndin hefur hrifið fólk á öllum aldri og ekki síður yngri kynslóðir.

Jörðin undir fótum okkar vann til aðalverðlauna á einni stærstu heimildarmyndahátíð Asíu DMZDocs og hefur slegið í gegn út um allan heim. Hanna Björk Valsdóttir framleiðandi myndarinnar hlaut aðaverðlaun framleiðanda á Nordisk Panorama 2025.

Sérstök Meistaraspjalls sýning með Yrsu leikstjóra og Degi Kára verður þriðjudaginn 11.nóvember kl.19:00. 

English 

A warm, human film from an elderly home in Reykjavík with a poetic eye for the small mysteries and miracles of everyday life - and a great love for life itself, as long as it lasts.

Sýningatímar

  • Þri 28.Okt
  • Mið 29.Okt
  • Fim 30.Okt
  • Þri 11.Nóv

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Frumsýnd: 06. Október 2025
  • Leikstjórn: Yrsa Roca Fannberg
  • Handrit: Yrsa Roca Fannberg, Elín Agla Briem
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 82 mín
  • Tungumál: Íslenska
  • Texti: Enskur, Enskur, Enskur
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 2025
  • Upprunaland: Ísland, Pólland