Emilíana Torrini fer með lykilhlutverk í þessari tilraunakenndu, tónlistartengdu mynd eftir Iain Forsyth og Jane Pollard (20,000 Days on Earth).
Myndin segir frá Geraldine Flower í gegnum bréf frá sjöunda og áttunda áratugnum, sem urðu Emilíönu hvatning til að snúa aftur í hljóðverið. Hún flytur tónlistina ásamt hópi tónlistarmanna þar á meðal Lovísu Sigrúnardóttur, á meðan þekktir leikarar lesa úr bréfunum. Breska leikkonan Caroline Catz leikur Geraldine Flower.
English
Uncovers Geraldine Flower's collection of love letters, suggesting a potential double life as a spy.
'The Extraordinary Miss Flower is a real pleasure: luxuriant like a good glass of red wine. Partly that’s down to the songs, vivacious pop-electronica numbers sung with seductive intimacy by Torrini, who is pretty extraordinary herself' - The Guardian