PARTÍSÝNINGAR

Amélie

Við fögnum 13 ára afmæli Bíó Paradís með því að horfa saman á hina dásamlegu AMÉLIE!

Myndin segir frá Amélie P‐ Poulain sem fékk ekki að vera venjulegt barn því faðir hennar hélt að hún væri hjartveik. Þegar hann hlustaði hjarta hennar sló það alltof hratt vegna þess að hún þráði ástúð hans. Þegar Amélie vex úr grasi lifir hún í eigin heimi ástar og fegurðar. Hún flytur í miðhluta Parísarborgar og gerist gengilbeina. Dag nokkurn ákveður hún að helga sig því að gleðja fólkið í kringum sig, en þegar hún kynnist ástinni ákveður hún að láta drauma sína rætast.

Myndin er klassísk perla í franskri kvikmyndagerð en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2001 og hlaut meðal annars Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, BAFTA‐ og César‐ verðlaunin.

Við getum ekki beðið að horfa saman á sannkallaðri AFMÆLISPARTÍSÝNINGU, föstudaginn 15. september kl 21:00.

English

Amélie is an innocent and naive girl in Paris with her own sense of justice. She decides to help those around her and, along the way, discovers love.

We are celebrating the 13th anniversary of Bíó Paradís on a true FRIDAY NIGHT PARTY SCREENING, September 15th at 9PM! 


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en ára

  • Leikstjórn: Jean-Pierre Jeunet
  • Handrit: Jean-Pierre Jeunet, Guillaume Laurant
  • Aðalhlutverk: Audrey Tautou, Mathieu Kassovitz, Rufus
  • Lengd: 122 mín
  • Tungumál: Français
  • Texti: Íslenskur
  • Tegund:Comedy, Romance
  • Framleiðsluár: 2001
  • Upprunaland: Frakkland, Þýskaland