Þrjú börn eyða nóttinni hjá afa sínum og búa til eigin sögur til að fylla tómið eftir að hafa misst ömmu sína.
Með krafti ímyndunaraflsins opnast fyrir þeim heillandi heimur ævintýra.
Myndin verður sýnd með lifandi talsetningu þar sem leikkonan Þórunn Lárusdóttir muna láta ljós sitt skína.
Stórkostleg tékknesk 'stop-motion' kvikmynd sem sló í gegn á teiknamyndahátíðinni Annecy, en myndin var frumsýnd í Generation flokknum á kvikmyndahátíðinni Berlinale fyrr á árinu.