Heimildastuttmyndin Ósigraður eftir Jónu Grétu Hilmarsdóttur verður sýnd í Bíó Paradís laugardaginn 18. október kl. 14:30. Myndin er sýnd með enskum texta.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er bóka miða á sýninguna.
Ósigraður hlaut dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2025 Skjölduna fyrir bestu heimildastuttmyndina.
Myndin fjallar um Hilmar Pál Jóhannesson, föður leikstjórans, og áralanga baráttu hans við Reykjavíkurborg um lóð í Gufunesi. Skipulagsbreytingar eyðilögðu drauma hans og málið hefur tekið yfir líf hans.
Í gegnum tengsl hans við ástvini birtist maður sem glímir við sorg, reiði, einangrun og sjálfan sig.
Umsögn dómnefndar Skjaldborgar:
„Kvikmyndin býður upp á skýra rödd höfundar á verki sem hefst á óréttlæti manns sem ætlar sér að sigra báknið. En í raun er sagan um samband sem skilur áhorfandann eftir með ákveðnar spurningar og flóknar tilfinningar. Höfundur vílar sér ekki við að móta söguframvinduna með skemmtilegum og afhjúpandi augnablikum. Eftir stendur áhugaverður kvikmyndalistamaður sem á framtíðina fyrir sér í greininni.“
English
Winner of Skjaldborg‘s Skjaldan Documentary Short Award
The film follows Hilmar Páll Jóhannesson, father of the director, in his years-long battle with Reykjavík over land in Gufunes. Urban planning changes shattered his dreams, and the dispute has consumed his life, reshaping him through grief, anger, and isolation, and leaving him in constant conflict—externally and internally.