Vinningsmynd dómnefndarverðlauna Skjaldborgar 2025 Ljóskastarans!
Á Íslandi, í Paradís Amatörsins, voru alltaf til menn sem tóku upp viðburði í fjölskyldum eða bæjarfélagi – áður en nokkur vissi almennilega til hvers. Í dag eru það ekki lengur viðburðir sem eru skrásettir, heldur sjálfsmyndir sem eru skapaðar. Og allt þetta efni endar á YouTube.
Myndin byggir á efni frá mönnum úr fjórum kynslóðum sem allir hafa deilt lífi sínu á YouTube.
Myndin er á íslensku og ótextuð.
Að lokinni sýningu munu tónskáldin Loji og Eygló Höskuldsbörn spila ómótstæðilega tóna til að fagna frumsýningu. Besti bíóbarinn verður galopinn!
Umsögn dómnefndar:
Kvikmyndin er einlæg, áhugaverð, gamansöm og eftirminnileg saga sem heillaði dómnefndina upp úr skónum. Hún býður upp á listræna sýn höfundar um hvernig það er að vinna með sögur annarra sem áður hafa birst á opinberum vettvangi.
Mannlegar sögur og þörf mismunandi kynslóða til að vinna með myndrænar skrásetningar. Persónurnar koma ljóslifandi fram þar sem áhorfandinn nær að kynnast þeim á persónulegum nótum.