Carol - jólapartísýning!

Við ætlum að halda upp á sunnudaginn 21. desember saman á sannkallaðri jólapartísýningu á Carol! 

Þau sem vita, vita. Myndin gerist árið 1952 í New York og segir sögu Therese Belivet, ungrar konu sem er upprennandi ljósmyndari, og sambandi hennar við Carol Aird, eldri konu sem er að ganga í gegnum erfiðan skilnað.

Þær hittast fyrst þegar Therese aðstoðar Carol að kaupa jólagjöf handa dóttur sinni en neisti kviknar sem reynist erfitt að slökkva. Carol er byggð á skáldsögunni The Price of Salt eftir Patriciu Highsmith, lykilbók í hinsegin bókmenntasögunni.

Myndinni er leikstýrt af Todd Haynes og skartar þeim Cate Blanchett og Rooney Mara í aðalhlutverkum. Sarah Paulson fer með hlutverk Abby Gerhard, nágranna og vinkonu Carol.

Myndin var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna þar á meðal fyrir bestu leikkonuna, bestu aukaleikkonuna, bestu búningahönnunina og bestu tónlistina. 

English

In 1950s New York, a department-store clerk who dreams of a better life falls for an older, married woman.

A true Christmas Party Screening, December 21st at 7PM!

Sýningatímar


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Leikstjórn: Todd Haynes
  • Handrit: Patricia Highsmith, Phyllis Nagy
  • Aðalhlutverk: Rooney Mara, Cate Blanchett, John Magaro
  • Lengd: 118 mín
  • Tungumál: Enska
  • Texti:
  • Tegund:Romance, Drama
  • Framleiðsluár: 2015
  • Upprunaland: Bretland, Bandaríkin