Syndir feðranna

Heimildarmynd um uppeldisheimilið Breiðavík, þar sem svokallaðir „vandræða“-drengir á aldrinum 9–16 ára voru vistaðir. Á árunum 1956–1972 dvöldu þar alls 128 drengir og sá yngsti var aðeins sex ára gamall. Síðar kom í ljós að þeir höfðu allir orðið fyrir kerfisbundnu og grófu ofbeldi á meðan á vistinni stóð.

Myndin fjallar um mál þeirra í víðu samfélagslegu og sögulegu samhengi.

Hvernig getur ofbeldi gegn börnum viðgengist innan kerfis sem á að vernda þau? Sagan er sögð í gegnum frásagnir fimm manna sem dvöldu í Breiðavík, barnungir, á mismunandi tímabilum. Myndin varpar ljósi á þögn, ótta og langvarandi afleiðingar ofbeldis sem lengi var flestum hulið.

Í myndinni er vitnað til ,,áróðurs” eða fræðslumyndarinnar, Úr dagbók lífsins sem var framleidd í fjáröflunar- og forvarnarskyni fyrir Breiðavíkurheimilið og er á dagskrá Bíóteksins í febrúar.

 

Sýningatímar


  • Leikstjórn: Ari Alexander Ergis Magnússon, Bergsteinn Björgúlfsson
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 92 mín
  • Tungumál: íslenska
  • Texti: Enginn undirtexti
  • Tegund:
  • Framleiðsluár: 2008
  • Upprunaland: Ísland