Ísland á filmu: Loftur Guðmundsson

Á þessari sérstöku sýningu verður í fyrsta sinn hægt að sjá mynd Lofts Guðmundssonar, eins af helstu frumkvöðlum þjóðarinnar í kvikmyndagerð, í heild sinni.

Myndin heitir Sjón er sögu ríkari, en ekki var vitað af tilvist hennar fyrr en fyrir stuttu síðan. Myndin var frumsýnd árið 1950 og sýnir nokkra helstu listamenn þjóðarinnar í litmynd með hljóði leika listir sínar.

Kvikmyndasafnið hefur unnið að endursamsetningu þeirra hluta hennar sem hafa varðveist en í þeim má meðal annars sjá einstakar myndir af Maríu Markan, Jórunni Viðar, Magnúsi Jónssyni og Fritz Weisshappel flytja tónlist sína fyrir myndavélina. Þá er merkilegur grínþáttur Alfreðs Andréssonar og Haraldar Á. Sigurðssonar einnig endursamsettur úr því efni sem varðveist hefur.

Myndin er sannkallaður menningarlegur fjársjóður sem enginn ætti að missa af. Gunnar Tómas Kristófersson sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands kynnir fyrir áhorfendum Loft Guðmundsson.

Sýningatímar


Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjórn: Loftur Guðmundsson
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 60 mín
  • Tungumál: to be advised
  • Texti: Enginn undirtexti
  • Tegund:Documentary
  • Framleiðsluár: 0
  • Upprunaland: Ísland