Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Dagbók lífsins

Úr dagbók lífsins (1963) er íslensk fræðslu- áróðurs- og forvarnarmynd um uppeldismál og samfélagsleg vandamál ungs fólks. Myndin dregur upp átakanleg dæmi úr íslensku samfélagi og sýnir hvernig vanræksla og óstöðugt heimilislíf geta hrakið börn og unglinga út á braut óreglu og afbrota.

Í gegnum leiknar og raunverulegar senur er rannsakað hvernig skortur á stuðningi og leiðsögn getur mótað framtíð barna og hvernig úrræði, bæði á Íslandi sem og erlendis, geta hjálpað þeim til betra lífs. Myndin var gerð að frumkvæði Magnúsar Sigurðssonar skólastjóra sem liður í baráttu hans fyrir bættri barnavernd. Ágóðinn af sýningum rann á sínum tíma til byggingar heimila fyrir afvegaleidda æsku. Þannig stendur myndin á mótum einhverra flóknustu mála íslenskrar uppeldissögu þar sem hún sýnir vandamál sem fyrir liggja.

En lausnirnar sem stóðu til boða voru upptökuheimili á borð við Breiðavík sem eru í dag orðnar alræmdar fyrir ofbeldi og harðneskju í garð sömu barna og átti að hjálpa.

 

 

Sýningatímar


  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 55 mín
  • Tungumál: íslenska
  • Texti: Enginn undirtexti
  • Tegund:
  • Framleiðsluár: 1966
  • Upprunaland: Ísland