Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Tvöfalt líf Veroniku

Tvöfalt líf Veroniku (1991) er töfrandi og tilfinningarík mynd eftir hinn goðsagnakennda leikstjóra Krzysztof Kieślowski. Myndin fjallar um tvær ungar konur, hina pólsku Weronikę og frönsku Veronique. Hvorug veit af tilvist hinnar en þær deila óútskýrðri tengingu sem mótar líf þeirra á dularfullan hátt.

Með ljóðrænu myndmáli, draumkenndri tónlist Zbigniew Preisner og einkennandi næmni byggir Kieślowski upp sögu um tilfinningalega innsýn í líf tveggja einstaklinga með einstaka tengingu sem mótast af óræðum örlögum beggja. Kieślowski var einn virtasti leikstjóri Evrópu og er í dag þekktur fyrir tíleikinn Dekalog sem og Lita–þríleikinn, Bláan, Hvítan og Rauðan. Tvöfalt líf Veroniku markar tímamót í ferli hans og sýnir einstakt vald hans á andrúmslofti og tilfinningadýpt.

Kvikmyndir Kieslowski eru sýndar í samstarfi við Sendiráð Frakklands og Póllands á Íslandi. 

English 

Two parallel stories about two identical women; one living in Poland, the other in France. They don't know each other, but their lives are nevertheless profoundly connected.

Sýningatímar

  • Sun 15.Feb

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Leikstjórn: Krzysztof Kieślowski
  • Handrit: Krzysztof Kieślowski, Krzysztof Piesiewicz
  • Aðalhlutverk: Irène Jacob, Halina Gryglaszewska, Władysław Kowalski
  • Lengd: 98 mín
  • Tungumál: français
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama, Fantasy
  • Framleiðsluár: 1991
  • Upprunaland: Frakkland, Noregur, Pólland