Sjö samúræjar (1954) er ein áhrifamesta kvikmynd kvikmyndasögunnar og markaði hápunkt á ferli leikstjórans Akira Kurosawa. Myndin sameinar epíska frásögn og djúpan skilning og næmi fyrir persónum og samfélagi manna.
Kvikmyndin hafði varanleg áhrif á bæði japanska og vestræna kvikmyndagerð. Kurosawa notar sögusvið japanskrar feudal-tíðar til að fjalla um sígild þemu: heiður, skyldu, stéttaskiptingu og fórn. Samúræjarnir eru ekki hetjur í hefðbundnum skilningi, heldur menn á jaðrinum, svangir, þreyttir og oft dæmdir til ósigurs í samfélagi sem þarfnast þeirra en umbunar þeim ekki.
Stíll Kurosawa er bæði hefðbundinn og framsækinn. Sjö Samúræjar lagði grunn að ótal endurgerðum og afbrigðum, allt til nútíma hasar- og hetjumynda. Hún stendur enn sem tímalaus áminning um hvað kvikmyndamiðillinn getur gert þegar form og innihald vinna fullkomlega saman.
Kvikmynd Kurosawa er sýnd í samstarfi við sendiráð Japan á Íslandi.
English
Farmers from a village exploited by bandits hire a veteran samurai for protection, and he gathers six other samurai to join him.




