Bíótekið sýnir allar þrjár myndirnar í hinum goðsagnakennda lita-þríleik Kieslowskis, Blár, Hvítur og Rauður.
Trois couleurs: Bleu fjallar um Julie, konu sem reynir að byggja líf sitt upp á nýtt eftir skyndilegt áfall. Í leit sinni að tilfinningalegu frelsi glímir hún við sorg, minningar og tengsl sem hún getur hvorki flúið né gleymt.
Myndin táknar hugmyndina um frelsi og skoðar það í innra lífi aðalpersónunnar, þar sem Julie reynir að losa sig undan fortíðinni og endurheimta stjórn á eigin lífi. Myndin sýnir þó að raunverulegt frelsi felst ekki í einangrun heldur í hægfara opnun á eigin tilfinningar og tengsl við aðra.
Kvikmyndir Kieslowski eru sýndar í samstarfi við Sendiráð Frakklands og Póllands á Íslandi
English
A woman struggles to find a way to live her life after the death of her husband and child.




