Bíótekið sýnir allar þrjár myndirnar í hinum goðsagnakennda lita-þríleik Kieslowskis, Blár, Hvítur og Rauður.
Trois couleurs: Blanc segir frá Karol, pólskum hárskera sem stendur uppi ráðvilltur í París eftir að eiginkona hans yfirgefur hann.
Myndin endurspeglar jafnaðarhugmyndina í frönsku byltingunni, en nálgast efnið í gegnum flókna valdaleiki hjónabandsins þar sem Karol reynir að endurheimta virðingu sína.
Myndin varpar ljósi á það hversu brothætt jafnrétti er og hvernig það er háð félagslegum, efnahagslegum og persónulegum aðstæðum.
Kvikmyndir Kieslowski eru sýndar í samstarfi við Sendiráð Frakklands og Póllands á Íslandi.
English
After his wife divorces him, a Polish immigrant plots to get even with her.




