Bíótekið sýnir allar þrjár myndirnar í hinum goðsagnakennda lita-þríleik Kieslowskis, Blár, Hvítur og Rauður.
Trois Couleurs: Rouge, er lokaverk og hápunktur þríleiksins þar sem örlög og tengsl ólíkra einstaklinga fléttast saman í hljóðlátri leit að samstöðu og bræðralagi. Myndin fylgir Valentine, svissneskri fyrirsætu, sem k
ynnist einangruðum dómara sem hlerar símtöl nágranna sinna. Úr verða samtöl sem opna spurningar um siðferði, tengsl og tilviljanirnar sem móta líf okkar. Rauður er hlý, heimspekileg og formfögur mynd sem dregur saman þemu þríleiksins. Hún setur bræðralag í forgrunn með því að kanna ósýnilegar tengingar milli fólks og þá samkennd sem myndast þrátt fyrir fjarlægð og ólík hlutskipti þess.
Myndin minnir á að samfélag byggist á sammannlegum þræði — skilningi, náð og þeirri skyldu að sjá aðra.
Kvikmyndir Kieslowski eru sýndar í samstarfi við Sendiráð Frakklands og Póllands á Íslandi.
English
A model discovers a retired judge is keen on invading people's privacy.




