Svartir Sunnudagar kynna: The Big Lebowski sunnudaginn 6. mars kl 20:00!
Jeff “The Dude” Lebowski þykir fátt skemmtilegra en að liggja í leti, reykja jónur og hanga með félögum sínum í keilusalnum. En eftir að hann er fyrir misskilning tekinn fyrir að vera milljónamæringur sem ber sama nafn og hann, flækist hann í nær óskiljanlegan glæpaþráð. Tveir hrottar koma heim til hans og pissa á teppið hans, en þeir halda að hann sé Jeffrey Lebowski, milljónamæringur frá Los Angeles, en eiginkona hans skuldar einhverjum þorpurum háar fjárhæðir. The Dude flækist í flókinn vef þegar hann fer og heimsækir hinn raunverulega milljónamæring, til að reyna að fá bætur fyrir teppið sem þorpararnir skemmdu. Hann er síðan ráðinn til að verða tengiliður á milli hins raunverulega Lebowski og þorparanna sem nú hafa rænt eiginkonunni. Vinir The Dude flækjast í málið allt og afleiðingarnar verða vægast sagt kostulegar.
//
‘The Dude’, Jeff Lebowski is unemployed and as laid-back as they come. That is until he becomes a victim of mistaken identity, and two thugs break into his apartment with the errant belief that they’re strong-arming Jeff Lebowski – the Pasadena millionaire. In the hope of getting a replacement for his soiled carpet, ‘the Dude’ pays a visit to his wealthy namesake…