The Sacrifice fjallar um Alexander, leikara sem kominn er á eftirlaun. Hann ákveður að halda upp á afmælið sitt ásamt nánustu vinum sínum og ættingjum á heimili sínu uppi í sveit. Skyndilega berast óljósar fregnir um yfirvofandi kjarnorkustyrjöld; heimsendaspá virðist við það að rætast og mikil skelfing grípur um sig í hópnum. Alexander snýr sér að Guði og lofar honum að fórna öllu því sem honum er kærast, þar á meðal vinum sínum og fjölskyldu, ef Guð kemur í veg fyrir styrjöldina. Þegar Alexander vaknar daginn eftir er allt fallið í ljúfa löð og hættan liðin hjá. En loforðið við Guð stendur þó enn.
The Sacrifice var tekin á eyjunni Gotlandi þar sem Ingmar Bergman hafði tekið nokkrar af sínum myndum, en auk þess lék Erland Josephson aðalhlutverkið og Sven Nykvist var kvikmyndatökumaður, en báðir höfðu þeir mikið unnið með Bergman. Guðrún Gísladóttir lék eitt af aðalhlutverkunum í The Sacrifice, en það var hennar fyrsta kvikmyndahlutverk.
Ekki missa af Meistaravetri sunnudaginn 18. febrúar 2018 kl 20:00!
English
At the dawn of World War III, a man searches for a way to restore peace to the world and finds he must give something in return.
Don´t miss out on The Sacrifice, February 18th 2018 at 20:00!