Hugsaðu um hinn mesta hrylling sem þú getur ímyndað þér. Er það skrímsli eða geimvera? Eða er það banvænn faraldur? Eða er það hin meistaralega kvikmynd Stanley Kubrick The Shining, þar sem hræðslan við dauðdagann stafar af ógnandi fjölskyldumeðlimi, sem þú hefðir átt að geta treyst á?
The shining í leikstjórn Stanley Kubrick og er byggð á sögu Stephens King, og fjallar um Jack Torrance (Nicholson) sem fær það verkefni að sjá um risastórt fjallahótel um veturinn á meðan hótelið er autt ásamt eiginkonu og syni. Stórkostlegur leikur, áhrifarík sviðsmynd og draumkennd kvikmyndataka leiða áhorfandann í gegn um vofveiflega atburðarás.
Hefur Jack verið á þessu hóteli áður? Sturlun og drápseðli, draugalegt tímaflakk og stórkostlegur leikur einkenna kvikmyndina The Shining, sem fær hárin svo sannarlega til að rísa.
Áttunda og jafnframt LOKAMYND í Svörtum September þar sem ein mynd á vegum költmyndahópsins Svartir Sunnudagar (Sigurjón Kjartansson, Sjón og Hugleikur Dagsson) er sýnd á kvöldi, 11. – 18. september.
English
A family heads to an isolated hotel for the winter where an evil and spiritual presence influences the father into violence, while his psychic son sees horrific forebodings from the past and of the future.