Örnámskeið Skjaldbökunnar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð

Örnámskeið Skjaldbökunnar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð

Laugardagur 2. nóvember kl 15:00-17:00

Hvernig eru heimildamyndir búnar til? Hvað snúast þær um og get ég gert svoleiðis?
Skjaldbakan er námskeið í heimildamyndagerð á vegum Skjaldborgar – hátíðar Íslenskra heimildarmynda. Annað hvert ár gera krakkar í grunnskólum á Patreksfirði, Seyðisfirði og Reykjavík stuttar heimildamyndir á námskeiðinu undir leiðsögn Skjaldborgara.

Á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís verður haldið örnámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-13 ára. Þar verður farið yfir helstu einkenni og eiginleika heimildamynda og nemendur fá að spreyta sig með myndavélar í hönd að skapa örstuttar heimildamyndir!

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið. Vinsamlega sendið tölvupóst með nafni, aldri barns ásamt símanúmeri forráðaaðila á lisa@bioparadis.is