Stuttmyndir eftir nýja íslenska hreyfimynda höfunda – Spurt & svarað!

Bíó Paradís og Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík bjóða á sýningu á hreyfi-stuttmyndum eftir íslenska höfunda miðvikudaginn 30. október kl 17:00. Frítt inn og allir velkomnir!
Á eftir sýningunni verður boðið upp á spurt & svarað með höfundunum myndanna þar sem þær gefa innsýn inn í ferlið á bak við hreyfimyndagerð og notkun teikni- og hreyfimynda til þess að til þess að tjá fjölbreyttar frásagnir.
Frítt inn og allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. Hlekkur birtur innan skamms.
Myndir:
Alda Ægisdóttir
Soulmates
10 mín
Í heim útsaumaðra blóma og skordýra, eru tveir elskhugar aðskildir af yfirnáttúrulegum öflum.
Fanny Sissoko
Á yfirborðinu
4 mín
Ada, ung kona af erlendum uppruna, fer að synda í íslenskum sjó og hugleiðir það að ala upp barn í framandi landi.
Rakel Andrésdóttir
Kirsuberjatómatar
3 mín
Stutt teiknimynd um sumarið sem ég var send í sveit til þess að týna og flokka kirsuberjatómata.
Una Lorenzen
Story of Nothing
3 mín
Heimspekilegar spurningar vakna þegar að Eitthvað reynir að finna Ekkert. Ferðalag sem gæti breyst í hættuför.
Una Lorenzen
Rímur
6 mín
Náttúra og loftslagsbreytingar persónugerast með jarðskjálftum, eldfjöllum, bráðnun snjós og rísandi sjó.