Mynd vikunnar er LOUDER THAN BOMBS í leikstjórn Joachim Trier með þeim Jesse Eisenberg, Gabriel Byrne, Isabelle Huppert, David Strathairn og Amy Ryan í aðalhlutverkum.
Myndin var frumsýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2015 en myndin vann Norrænu kvikmyndaverðlaunin sem besta kvikmyndin á dögunum. Myndin er á VOD leigu Símans og Vodafone, en allar myndir Bíó Paradís eru með íslenskum texta.
Brot úr niðurstöðu dómnefndar:
“Joachim Trier and his team embark on an artistic enterprise that takes storytelling to a new level. Its complexity of structure, its emotional probing and its ability to tear clichés apart should make it part of the curriculum in film schools around the world.”