Örvarpið

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Ár: 2017
  • Frumsýnd: 28. Febrúar 2017

Örvarpið er vettvangur fyrir íslenskar örmyndir, og er ætlað öllum með áhuga á kvikmyndalist og öðrum listgreinum – reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Örvarpið skapar tækifæri til að gera tilraunir með hreyfimyndaformið, hvort sem eru tilraunakenndar stuttmyndir, vídeólist, hreyfimyndir, stutt-heimildarmyndir, tölvuteiknimyndir, tónlistarmyndbönd eða eitthvað allt annað – eina skilyrðið er að myndin sé innan 5 mínútna. Haustið 2016 valdi nefnd, skipuð þeim Tinnu Hrafnsdóttur og Sindra Bergmann, vikulega eitt verk til sýningar á vefi RÚV, www.ruv.is/orvarpid. Myndirnar urðu að lokum 12 talsins og kenndi þar ýmissa grasa. Á stockfish verða sýndar þessar 12 myndir og einnig verður Örvarpinn afhentur fyrir örmynd ársins.

Sýning:
28. febrúar, kl 18:00

English

Örvarpið is a platform for Icelandic microfilms and is intended for everyone with interest in film art and other art forms – experienced and inexperienced people, young and old. In the fall of 2016 a committee consisting of Tinna Hrafnsdóttir and Sindri Bergmann, chose 12 projects to be screened on RÚV’s homepage (The Icelandic National Broadcasting Service). These projects are screened at Stockfish and Örvarpinn (Örvarpið’s prize) will be awarded for the best project during Stockfish’s closing ceremony on Saturday March 4th.

Screening:
February 28th, at 18:00

Aðrar myndir í sýningu