Þetta er teiknimynd um Icare, níu ára strák sem allir kalla Kúrbít. Mamma hans er alkóhólisti og eftir að hafa vingast við lögreglumanninn Raymond er hann sendur á munaðarleysingjahæli. Dvölin þar byrjar ekki vel, enda er Kúrbít mikið strítt og umhverfið framandi. En þegar á líður öðlast hann meiri virðingu og jafnvel vináttu hinna krakkana.
Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin og var einnig ein þeirra níu sem komst í lokaúrtakið fyrir bestu erlendu mynd á komandi Óskarsverðlaunahátíð. Það munaði því litlu að hún yrði fyrsta myndin í sögu verðlaunanna til að vera tilnefnd í báðum þessum flokkum.
Myndin er talsett á ensku og hentar 7 + en að öðrum kosti börnum sem skilja enska talsetningu.
English
Icare is a nine year old boy who is always called zucchini. His mother is an alcoholic and he befriends police officer Raymond, but is eventually sent to an orphanage where at first he is bullied – but later earns respect and even friendship in this stop-motion animated film.
The film is nominated for an Academy Award for Best Animated Feature. It was also one of nine films shortlisted for the Best Foreign Language Film at the Academy Awards, but didn’t get nominated in that category – but no film has been nominated yet in both categories.