OPNUNARHÁTÍÐ
Verið velkomin á opnun Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík fimmtudaginn 30. mars kl. 17:00. Opnunarmynd hátíðarinnar er ofurhetjumyndin ANTBOY 3 sem er þriðja og síðasta myndin í þessu geysivinsæla þríleik. Myndin hefst kl. 18:00 og hún er talsett á ensku. Aðdáendur ANTBOY ættu ekki að láta þetta tækifæri fara framhjá sér!
Töframaðurinn Jón Víðis mætir á svæðið fyrir sýningu. Ofurhetjuþema verður á opnuninni svo við hvetjum alla til að mæta í ofurhetjubúningum! Frítt inn og allir velkomnir.
Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari og leiklistarkennari leiðir námskeið í leiklist með sérstaka áherslu á hvenig skuli undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur fyrir hlutverk í kvikmyndum. Námskeiðið er ætlað börnum á aldrinum 9 – 12 ára. Námskeiðið er haldin í Bíó Paradís laugardaginn 1. apríl á milli 10:00 – 12:00 og eru eru börn og foreldrar hvattir til þess að skrá sig á netfanginu olidori@bioparadis.is
Ókeypis inn og allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig.
HVERNIG VERÐA TÖLVUTEIKNIMYNDIR TIL?
Lói – þú flýgur aldrei einn er tölvugerð teiknimynd sem er í framleiðslu hjá GunHil. Sagan segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti og þarf að lifa af harðan vetur til að sameinast ástvinum sínum á ný að vori.
Fyrirlesturinn verður haldin 1. apríl kl 14:00 í Bíó Paradís- frítt er inn og allir eru velkomnir!
Smelltu hér til þess að horfa á stiklu
STÚLKAN, MAMMAN OG DJÖFLARNIR – BOÐSSÝNING
Bíó Paradís í samstarfi við Geðhjálp sýna laugardaginn, 1. apríl kl. 16.00 sænsku kvikmyndina „Stelpan, mamman og djöflarnir“ (Flickan, Mamman och Demonerna). Frítt verður á myndina og allir velkomnir. Nánar um myndina
Með Stelpunni, mömmunni og djöflunum er athygli almennings vakin á sjónarhorni barna geðsjúkra ásamt því að kvikmyndin hefur mikilvægan boðskap að bera stuðningsneti barna í samfélaginu almennt. Myndin er á sænsku með enskum texta og fyrir aldurshópinn 12 ára og eldri. Myndin er ekki síður afar áhugaverð fyrir fullorðna.
Fyrir sýningu myndarinnar mun Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar og aðstandandi, fjalla örstutt um kvikmyndina út frá listrænu sjónarhorni. Eftir sýningu hennar verður efnt til stuttra umræðna með þátttöku Hönnu, Maggýjar Hrannar Hermannsdóttur, sérkennara og aðstandanda, og Möndu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings og deildarstjóra á sérhæfðri endurhæfingardeild á Kleppspítala.
Viðburðinum lýkur kl. 18:00. Hér er viðburðurinn á Facebook:
Skoða fleiri fréttir