Nunnurnar eru mættar aftur í framhaldsmyndinni hinni ógleymanlegu Sister Act 2 þar sem þær ná að sannfæra Delores (Whoopi Goldberg) til að koma aftur í klaustrið til að stjórna hópi nemenda í skóla sem stendur á tímamótum, þar sem það stendur til að loka honum. Hæfileikarík söngkona í nemendahópnum (Lauryn Hill) ætlar sér stóra hluti í söngkeppni sem hópurinn er skráður í en móðir hennar kemur í veg fyrir að hún taki þátt. En þá tekur hópurinn til sinna ráða..
Ekki missa af GEGGJAÐRI föstudagspartísýningu 3. febrúar kl 21:00 í Bíó Paradís! Myndin er sýnd með íslenskum texta.
English
Showgirl Deloris Van Cartier returns as Sister Mary Clarence to teach music to a group of Catholic students whose run-down school is slated for closure.
Don´t miss out on a FANTASTIC night Friday February 3rd at 9PM!