“The Square” sópaði að sér verðlaunum á Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum sem haldin voru á dögunum. Myndin var bæði valin besta evrópska kvikmynd ársins 2017 og besta gamanmynd ársins. Robert Östlund, leikstjóri kvikmyndarinnar, hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Josefin Åsberg hlaut verðlaun fyrir framleiðsluhönnun og þá skartar kvikmyndin besta leikara í aðalhlutverki, hinum danska Claes Bang.
Áður hafði myndin hlotið sjálfan Gullpálmann á Cannes 2017- aðalverðlaunin á 70 ára afmælishátíð einnar stærstu kvikmyndahátíðar heims. Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís að Claes Bang viðstöddum í september síðastliðnum. “The Square” er aðgengileg áhorfendum á Íslandi í gegnum VOD sjónvarp Símans og Vodafone leiguna.