Þessi mynd fjallar um hversdagslíf fjögurra vampíra sem leigja saman íbúð í Wellington. Það gengur á ýmsu í sambúðinni og öldungurinn Petyr (8000 ára), virðist eiga fátt sameiginlegt með unglömbunum Vladislav (800), Viago (317) og Deacon (183). En þegar Petyr gerir óvart vampíru úr hinum kornunga Nick þá verður fjandinn laus – enda Nick helst til lausmálga um vampírskt eðli sitt á skemmtistöðum Wellington. Þegar nokkrir varúlfar blandast svo í málið þá hleypur svo allt í bál og brand.
Leikstjórinn er þekktastur fyrir að vera annar helmingur Flight of the Conchords dúettsins úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Peter Bradshaw, kvikmyndagagnrýnandi The Guardian, sagði myndina bestu gamanmynd ársins 2014. Myndin er á ensku og er bönnuð innan 16 ára.
English
Some brave filmmakers decided to make a film about four vampires who are flatmates in Wellington, New Zealand. Living together creates some tensions and 8000 years old Petyr doesn’t seem to have much in common with young bucks Vladislav (800 years old), Viago (317) and Deacon (183). But when Petyr accidentally makes a vampire out of the twentysomething Nick all hell breaks loose – since Nick is not exactly discreet about his vampire nature when visiting the night clubs of Wellington. When some warewolves get involved things get really messy.
Jemaine Clement is best known as one half of musical comedy duo Flight of the Conchords, featuring in the sitcoms of the same name. Guardian film critic Peter Bradshaw claimed the film was the best comedy of the year 2014.
16 years age limit, the film is in English.