RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. Þessi hátíð verður sú sextánda í röðinni og mun hún standa yfir frá 26. september – 6. október 2019.
Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði – í sundi, í helli eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni!
Hér er hægt að komast í dagskrána eftir dögum: https://riff.is/dagskra/
Hér er hægt að kaupa miða og passa: https://riff.is/midaverd-og-midasala/
Hér er hægt að komast í allan bæklinginn: https://issuu.com/rifffilmfestival/docs/riff_program_2019
Hér er hægt að komast í dagskráryfirlit eftir dögum – einnig aðgengilegt á ISSUU hlekknum fyrir neðan: https://issuu.com/rifffilmfestival/docs/schedule_riff_program_2019
Dagskráin og flokkun kvikmynda
Síðustu ár hafa um 100 kvikmyndir í fullri lengd frá um 40 löndum verið sýndar á RIFF. Kvikmyndunum er skipt í nokkra flokka til að gera allt sem hentugast fyrir gesti hátíðarinnar. Flokkarnir hafa smám saman myndast og í dag eru þeir eftirfarandi:
Vitranir (keppnisflokkur um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF) – Í Vitrunum tefla níu nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar.
Fyrir opnu hafi – Á hverju ári þyrla sömu myndirnar upp ryki á kvikmyndahátíðum víða um heim. Þetta eru meistarastykki sem sum hver eru úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna en önnur koma áhorfendum algerlega í opna skjöldu.
Önnur framtíð – Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum.
Heimildarmyndir – Heimildarmyndadagskrá RIFF miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óhefðbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum.
Ísland Í Brennidepli – RIFF er skurðpunktur íslenskrar og erlendrar kvikmyndalistar. Hér eru sýndar nýjar myndir sem Íslendingar hafa komið að svo eftir er tekið.
Meistarar og Heiðursgestir – Listrænar kvikmyndir eru oftar en ekki afsprengi eins huga, kvikmyndahöfundar með einstaka sýn og ótrúlega hæfileika. Í þessum flokki fögnum við slíkum meisturum og sýnum verk þeirra.
Upprennandi meistari – þessi flokkur veitir innsýn inn í störf kvikmyndagerðarmanns sem er farinn að vekja athygli fyrir verk sín og er af mörgum talinn upprennandi meistari. Heiðursgestir í ár eru Claire Denis, John Hawkes og Katja Adomeit.
Sjónarrönd –Austurríki er í brennidepli í ár. Við sýnum frábært úrval fjölbreyttra mynda sem spanna vítt svið.
Norðlægur Hryllingur – Hrollvekjur og furðusögur hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem hluti af kvikmyndahátíðum víða um veröld og slíkar kvikmyndir eru hér í sérstöku kastljósi. Áhersla er lögð á norðlægan hroll í bland við verk frá ólíkum heimshornum sem draga fram fjölbreytileika hrollvekjunnar í allri sinni blóðugu dýrð.
Erlendar Stuttmyndir – Sýnishorn af hugrökkum, listrænum og næmum röddum sem eru valdar af kostgæfni. Hér er á ferðinni hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk sem með eldmóði sínum kemur okkur á ystu nöf, víkkar ímyndarafl okkar og veitir ferska sýn á kvikmyndaformið með hverjum ramma.
Sérviðburðir – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, snýst um upplifun og þó það jafnist fátt á við hefðbundna bíóferð þá finnst okkur mikilvægt að hrista upp í dagskrá hátíðarinnar með fjölbreyttum sérviðburðum. Á meðal sérviðburða á RIFF 2019 eru bíósýningar á óhefðbundnum stöðum á borð við sundlaugar og elliheimili, málstofur og RIFF Spjall. Sjá einnig viðburði fyrir börn og ungmenni undir Ung RIFF.
Riff Um Alla Borg – Við trúum því að bíó breyti heiminum og leggjum okkur fram um að fara til þeirra sem ekki eiga heimangengt á RIFF. Við teygjum okkur út í samfélagið og sýnum áhrifaríkar myndir á bókasöfnum, hjúkrunarheimilum og fangelsum svo fáeinir staðir séu nefndir. RIFF setur unga kvikmyndagerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Kvikmyndir sem ýta við fólki, fræða og gefa nýja sýn. Það er okkur keppikefli að sem flestir unnendur kvikmynda geti notið þeirra á meðan á hátíðinni stendur og undir þeim merkjum vinnum við með RIFF um alla borg.
English
RIFF – Reykjavík International Film Festival – is one of the biggest and most diverse cultural events in Iceland. This year’s festival will be the 16th edition of RIFF, taking place between the 26th of September and 6th of October 2019.
For eleven days every Fall since 2004, Icelandic locals and tourists alike are able to go to the cinema and enjoy the best and freshest of international film making. The guests can also meet and chat with directors about their works, attend panels and workshops, concerts and exhibitions, and even watch interesting films under even more interesting conditions, for instance in a swimming pool or in the filmmaker’s home.
Here you can access the program schedule by days: https://riff.is/dagskra/?lang=en
Here you can buy tickets & passes: https://riff.is/tickets-and-passes-information/?lang=en
Here you can access the full festival brochure: https://issuu.com/rifffilmfestival/docs/riff_program_2019
Here you can access program overview with schedule by days – also accessible via the ISSUU link below: https://issuu.com/rifffilmfestival/docs/schedule_riff_program_2019
Our Program
Over the last few years, RIFF has screened approximately 100 feature films from roughly 40 countries annually. For your convenience, they are arranged in a number of different categories that have solidified over time.
New Visions (Grand Prix Competition) –In New Visions, Nine up-and-coming directors present their first or second feature films and compete for our main prize, the Golden Puffin. These films challenge cinematic conventions and pave the way for tomorrow’s cinema.
Open Seas (Out of Competition) – Every year a few distinct films make the headlines on the festival circuit. These are exciting – and sometimes masterful – works, some by established filmmakers, others by newcomers. Here we have the cream of this past year’s crop.
A Different Tomorrow – Can we sustain our way of living indefinitely or must we change our lifestyles? Can our planet handle prolonged maltreatment? Do we behave ethically towards one another? The films in A Different Tomorrow shed light on environmental and humanitarian topics because, sometimes, the right film can change the world.
Documentaries –Our documentary programme aims to educate and inform, but also to mediate knowledge in new and exciting ways. A great documentary ignites our imaginations and can have a profound impact on its viewer and society by presenting unexpected viewpoints or new information.
Icelandic Panorama – RIFF is the meeting point of Icelandic and international cinema. Icelandic Panorama presents new films that have strong Icelandic connections.
Masters and Honorary Guests – Art films are often auteur-driven projects by visionary individuals with extreme talent. In this section we celebrate a few of these masters and screen their work.
Honorary Retrospective – This section offers a rare opportunity to see the classic films directed by each year’s recipient of the RIFF Honorary Award glint on the silver screen. Our guest of honour in 2019 is Claire Denis, John Hawkes and Katja Adomeit.
In Focus – Austria is in focus this year. We will screen a great variety of different films with a broad focus.
Horror Highlights & Arctic Chills –Horror movies and genre cinema has long since become a regular part of festival programming all over the world and now RIFF puts this genre into spotlight. We emphasize on arctic chills mixed with horror from different parts of the world to exhibit the variety of horror in its bloodspitten glory.
International Shorts – A finely curated selection of brave, artistic and delicate voices. With urgency and determination, these talented filmmakers make us travel beyond the borders of reality, expanding the scope of our imagination, reinventing cinema within every frame, demonstrated in this section.
Special Events – Reykjavík International Film Festival, RIFF, is all about experience, and while few thingsmeasure up to watching a good film at the movies, we feel that it is important to spice our program up with a few special events. Among Special Events at RIFF 2019 are movies shown in unconventional venues such as pools and homes for the elderly, panels and RIFF Talk. Please see events for children and teenagers under Young RIFF.
RIFF Around Town – We believe that films can change the world and we exert to reach out to those who can’t attend RIFF. We spread out and screen influential films at libraries, nursing homes and prisons to name a few locations. RIFF focuses on young filmmakers and progressive film productions. Films that touch people, educate and enlighten. It is our desired goal that most film-lovers can enjoy these films during the festival and therefore we have RIFF Around Town.