Fréttir

Plakatalist í jólagjöf – öll plakat Svartra Sunnudaga frá upphafi í jólapakkann!

10/12/2019

Bíó Paradís kynnir – öll plaköt Svartra Sunnudaga frá upphafi – til sölu á postprent.is.

Stórsniðug íslensk list í jólapakkann! Frá árinu 2012 hefur Hugleikur Dagsson fengið íslenska listamenn til að gera plaköt fyrir sýningar Svarta Sunnudaga í Bíó Paradís. Plakötin eru nú orðin 200 – endurgerðir af költ og klassískum kvikmyndum eftir rjómann af samtímalistamönnum Íslands.

Úrvalið er hægt að skoða á sölusíðu https://postprent.is/svartir-sunnudagar/ og þar er hægt að versla gjafakort sem eru tilvalin í jólapakkann. Gjafakortin er hægt að kaupa á netinu og prenta út heima við. Þau eru að finna á slóðinni https://postprent.is/prints/gift-card/ Einnig er hægt að koma í miðasölu Bíó Paradísar og ná í fallegt gjafabréf í vandaðri gjafaöskju.

Skoða fleiri fréttir