Fréttir

Kvíðakast – VOD mynd vikunnar!

08/01/2020

ÞÚ VEIST ALDREI HVENÆR ÞAÐ SKELLUR Á!

Klikkuð kolsvört kómedía með sex mismunandi sögum sem fléttast saman á stórkostlegann hátt í kvikmynd sem slegið hefur í gegn í Póllandi og hefur verið líkt við hina frábæru kvikmynd Wild Tales. Sex sögur um venjulegt fólk sem lendir í ótrúlegum aðstæðum sem leiða til þess að þau fá kvíðakast.

Hægt er að leigja KVÍÐAKAST (PANIC ATTACK / ATAK PANIKI) á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta! 

Upplifunin er sannkölluð rússíbanareið atburða: kona hittir tvo af hennar fyrrverandi á einu og sama kvöldinu, par velur allra verstu sætin í flugvél, ung stúlka á í hættu að vinkonur hennar fletti ofan af henni sem klámstjörnu, brúður fæðir í eigin brúðkaupi, táningur fer í vímu í fyrsta skiptið á meðan ungur maður þarf að grátbiðja stórfurðulega móður sína um að bjarga lífsverkinu hans. Frábær farsi sem sker í gegnum lög samfélagsins með beinskeyttum húmor.

Skoða fleiri fréttir