Hinn 13 ára gamli Ramin Mehdipour og írönsk fjölskylda hans búa í móttökustöð fyrir flóttafólk í Finnlandi. Þegar Ramin er nýkominn í sumarfrí fær fjölskyldan þær skelfilegu fréttir að umsókn þeirra um hæli hafi verið hafnað. Mehdipour-fjölskyldan gerir lokatilraun til að áfrýja málinu, heldur áfram með sitt daglega líf og reynir að halda í jákvæðnina þrátt fyrir yfirvofandi hættu á brottvísun. Þegar Ramin byrjar nýtt skólaár er sérhvert augnablik og sérhver vinátta orðin dýrmætari en nokkru sinni fyrr.
Myndin er tilnefnd til hinna eftirsóttu Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar þær fimm tilnefndu myndir og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 23. – 26. september 2021.
English
A story of an Iranian refugee family in Finland waiting for the decision of whether or not they’ll be granted an official asylum status. The story is loosely based on the childhood experiences of the director.