Nýtt líf

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd
  • Leikstjóri: Þráinn Bertelsson
  • Handritshöfundur: Þráinn Bertelsson
  • Ár: 1983
  • Lengd: 87 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 30. Nóvember 2022
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson

Daníel og Þór sigla undir fölsku flaggi og ráða sig í vinnu hjá stærsta fiskvinnslufyrirtækinu í Eyjum, þar sem þeir kynnast Víglundi verkstjóra („Þú ert kallaður „Lundi“ er það ekki?“), bónusvíkingnum Axel, ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu, Maríu Lundadóttur og skipstjóranum hjátrúarfulla og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum persónum.

Eyjamúsíkin dunar í myndinni í stórkostlegum flutningi Bjarkar Guðmundsdóttur og fleiri tónlistarmanna. Í Nýju lífi skutust þeir Þór og Danni upp á stjörnuhiminn íslenskrar kvikmyndasögu og urðu góðkunningjar allrar þjóðarinnar.

Myndin er sýnd í nýrri stafrænni útgáfu í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands á sérstakri hátíðarsýningu miðvikudaginn 30. nóvember kl 19:00.

Móttaka með aðstandendum myndarinnar fyrir sýningu kl 18:30 í anddyri Bíó Paradís.

Myndin fer í almennar sýningar að hátíðarsýningu lokinni.

Aðrar myndir í sýningu