Fréttir

Miðvikudagsbíó í Paradís

07/01/2023

Bíó Paradís býður nú uppá bíó í björtu á öllum miðvikudögum kl 14 fyrir alla sem vilja komast í bíó að degi til.

Tilvalið fyrir eldra fólk, fólk sem vinnur á kvöldin og alla þá sem þrá að fara í bíó að degi til! Aðgengi í Bíó Paradís er nú að verða til fyrirmyndar.

Við erum með ramp inn í sal 1, lyftu inn í sal 2 og aðgengi fyrir hjólastóla í sal 3 opnar bráðlega.

Hjólastólastæði í öllum sölum og salerni fyrir hreyfihamlaða. Bíó Paradís býður 25% afslátt fyrir nema, öryrkja og eldri borgara. Afslátturinn fæst í miðasölu á staðnum en ekki á vefnum.

Kaffi, kleinur og góður félagsskapur eftir sýningar. Hverskyns hópar og félagsstarf sérstaklega velkomnir

Kynntu þér dagskrána sem uppfærist reglulega HÉRNA!

Skoða fleiri fréttir