Fréttir

Stiklusmiður óskast!

12/06/2023

Bíó Paradís óskar eftir stiklusmið, til að sjá um gerð stiklna (trailera) og styttri myndbrota fyrir bíóið til notkunar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Skilningur á myndrænni frásögn, flæði og kvikmyndamenningu áskilinn!

Um er að ræða 4-5 stiklur á ári auk tilfallandi smáverkefna. Vinsamlegast sendið stutt kynningarbréf og ferilskrá á hronn@bioparadis.is – umsóknarfrestur til 1. júlí 2023. Verktakalaun í boði.

Skoða fleiri fréttir