Fréttir

Hraðstefnumót eldri borgara og frumsýning!

06/02/2025

Við frumsýnum myndina Eftirlætis kakan mín (My Favorite Cake) í miðvikudaginn 12. febrúar kl 14:00 í Bíó Paradís.

Í tilefni af frumsýningu myndarinnar verður boðið upp á sérstakan hraðstefnumótaviðburð fyrir eldri borgara eftir sýningu. Þá geta þátttakendur sest í 5 mínútur á hverju borði og kynnst öðrum sem skrá sig á viðburðinn. Þeir gestir sem skrá sig á viðburðinn fá frítt inn á myndina! Leiðbeinandi spurningar verða á staðnum fyrir spjallið.

Skráning fer fram á netfanginu lisa@bioparadis.is. Vinsamlega sendið upplýsingar um nafn, aldur og kyn. Eftir sýningu verður boðið upp á kaffi og kleinur í boði Baka Baka.

Við minnum á 25% afslátt af miðaverði fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn ef greitt er á staðnum. Aðgengi í kvikmyndahúsinu er nú til fyrirmyndar. Við erum með ramp inn í sal 1, lyftu inn í sal 2 og 3. Hjólastólastæði í öllum sölum og salerni fyrir hreyfihamlaða.

Nánar um myndina á vef Bíó Paradís:

Skoða fleiri fréttir