Fréttir

Draumar Dag Johans hreppa Berlínarbjörninn!

25/02/2025

Nýafstaðinni Berlinale kvikmyndahátíð 2025 er nú lokið og hreppti norska kvikmyndin Draumar (Drømmer) Gullbjörnin, aðalverðlaun hátíðarinnar.

Dag Johan var gestur Bíó Paradís í haust, þegar hann opnaði fyrstu mynd sína í þríleiknum, Sex, sem síðar hlaut hin eftirsóttu Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2024 þar sem boðið var upp á kvöldstund með honum, í viðburðarröðinni Kvöldstund með … Myndin er nú aðgengileg á Heimabíó Paradís, streymisveitu bíósins hér:

Bíó Paradís býður áhorfendum upp á allan þríleikinn, önnur myndin Love (Kjærlighet) sem frumsýnd verður þann 13. mars næstkomandi en Draumar (Drømmer) vinningsmynd Berlinale verður frumsýnd næstkomandi haust.

Þríleikurinn er afreksverk úr smiðju Dags Johans og framleiðanda hans. Til hamingju Dag Johan!

Skoða fleiri fréttir