Lokaviðburður hins sívinsæla miðvikudagsbíós verður haldinn miðvikudaginn 28. maí þar sem við frumsýnum rómantísku gamanmyndina Róm! Boðið verður upp á diskóball fyrir fullorðið fólk að mynd lokinni og verður leikstjórinn og dansarinn Niclas Bendixen á svæðinu þar sem hann mun bjóða fólki að læra nokkur vel valin spor!
Myndin hefst kl 14:00 og Diskótekið Dísa mun halda uppi stuðinu frá kl 16:00 – 18:00!
Um myndina:Í tilefni af 40 ára brúðkaupsafmælinu sínu ferðast Gerda og Kristoffer til Rómar, borgarinnar þar sem Gerda eitt sinn var upprennandi listanemi. En þegar hún rekst á fyrrverandi kennarann sinn breytist allt …
Hjartnæm kvikmynd sem slegið hefur í gegn í heimalandinu í leikstjórn Niclas Bendixen danshöfund og leikstjóra, semeð meðal annars hannaði dansatriðið í Another Round (Druk).Miðasala er hafin, komdu að dansa!
Skoða fleiri fréttir