The Program

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Tegund: Drama, Ævisaga/Biography, Íþróttir/Sport
  • Leikstjóri: Stephen Frears
  • Ár: 2015
  • Lengd: 103 mín
  • Land: Bretland, Frakkland
  • Frumsýnd: 20. Nóvember 2015
  • Tungumál: Enska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Jesse Plemons, Lee Pace, Ben Foster

The Program segir frá írska íþróttafréttamanninum David Walsh sem eftir að hafa fylgst grannt með Tour de Francehjólreiðakeppninni árið 1999, þegar Lance Armstrong sigraði í henni í fyrsta sinn, sannfærðist algjörlega um að Armstrong hefði notað lyf til að auka getu sína. Þessu neitaði Armstrong alfarið og ákvað David í framhaldinu að sanna sitt mál og finna þau sönnunargögn sem hann þyrfti til þess. Myndin er byggð á bókinni Seven Deadly Sins: My Pursuit of Lance Armstrong sem Walsh gaf út árið 2012, en eins og menn muna játaði Armstrong loksins að hafa alltaf neytt ólöglegra lyfja í viðtali við Opruh Winfrey í júní 2013. Þá hafði Walsh ásakað hann um þetta svindl í fjórtán ár og þurfti heldur betur að líða fyrir það enda þverneitaði Armstrong alltaf öllu, hótaði David ítrekað og hafði í liði með sér fólk sem studdi hann í einu og öllu.

English

An Irish sports journalist becomes convinced that Lance Armstrong’s performances during the Tour de France victories are fueled by banned substances. With this conviction, he starts hunting for evidence that will expose Armstrong.

Aðrar myndir í sýningu