Letter to the King // Brev til Kongen

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Hisham Zaman
  • Ár: 2014
  • Lengd: 75 mín
  • Land: Noregur
  • Frumsýnd: 13. Maí 2016
  • Tungumál: Myndin er sýnd með enskum texta // Screened with English subtitles
  • Aðalhlutverk: Ali Bag Salimi, Zheer Durhan, Nazmi Kirik

Mizra er 83 ára og vill vegabréf svo hann geti snúið aftur til Kúrdistan til að heiðra minningu barnanna tíu sem hann hefur misst. Hann hefur reynt allt en ákveður loks að skrifa bréf til konungs, ljóðrænt og átakanlegt bréf, fullt af sársauka og visku. Hann er þó aðeins einn af sex hælisleitendum sem myndin fjallar um – öll eru þau í dagsferð til Osló þar sem þau sinna ýmsum erindum. Beritan er einstæð móðir í leit að hefnd, Champion er bardagalistamaður í leit að vinnu, Miro er miðaldra sjarmör í leit að ástinni, Zirek er unglingspiltur sem týnir litlu frænku sinni sem hann átti að passa og Akbar reynir að innheimta launin sín áður en honum er vísað úr landi.

Hisham Zaman er norsk-kúrdískur leikstjóri sem kom sem flóttamaður til Noregs á táningsaldri. Þetta er önnur myndin hans í fullri lengd. Frumraunin var vegamyndin Áður en snjórinn fellur (Før snøen faller), mynd sem fylgir kúrdum á ferð sinni frá Írak til Noregs – þar sem leið þeirra liggur í gegnum Tyrkland, Grikkland og Þýskaland. Zaman sló hins vegar upphaflega í gegn með stuttmyndinni Bawke, sem hlaut tugi alþjóðlegra verðlauna. Myndin vann aðalverðalaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2014. Sverrir Kristjánsson klippti myndina.

English

Mizra is 83 years old and wants a passport so he can go back to Kurdistan to bury his ten children. He‘s tried everything and his last resort is to write a letter to King Harald. A poetic and tragic letter, full of wisdom and sorrow, is our guide into the lives of six refugees on a day trip to Oslo. Apart from Mizra there is Beritan, a single mother looking for revenge, Miro, a middle-aged Casanova looking for love, Champion, a martial art master looking for work, Zirek, a young boy desperately looking for the little niece he was supposed to be babysitting and Akbar, who is trying to collect his final pay checks before he‘s deported.

Hisham Zaman is a Kurdish-Norwegian director who came to Norway as a refuge in his teens. This is his second feature film. The first was the road movie Before Snowfall, about a trip from Iraqi Kurdistan to Norway, via Turkey, Greece and Germany. Zaman first shot to fame with short film Bawke, winner of dozens of international awards. The Film won the main prize at the Gothenburg Film Festival 2014. Sverrir Kristjánsson edited the film.

Aðrar myndir í sýningu