The Blue Room

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Tegund: Glæpir/Crime, Thriller
  • Leikstjóri: Mathieu Amalric
  • Ár: 2014
  • Lengd: 76 mín
  • Land: Frakkland
  • Frumsýnd: 29. Júlí 2016
  • Tungumál: Franska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Mathieu Amalric, Léa Drucker, Stéphanie Cléau

Julien (Mathieu Amalric) og Esther (Stéphanie Cléau) halda fram hjá mökum sínum í hótelherbergi – og þar hittum við þau fyrst. En í næstu senu er verið að yfirheyra Julien – og ljóst að alvarlegra er í spilunum en skilnaður. Skömmu síðar erum við hins vegar aftur komin í félagsskap parsins á hótelherberginu – og vitum ekki enn hvað gerðist. Hægt og rólega kemur þó sitthvað meira í ljós – en mun áhorfandinn einhvern tímann fá að vita allan sannleikann?

Þetta er fjórða myndin í fullri lengd sem Mathieu Amalric leikstýrir – og hann var valinn besti leikstjórinn á Cannes fyrir sína þriðju mynd, Túrinn (Tournée). Amalric er þó miklu þekktari sem einn fremsti leikari Frakka og meðal hans helstu hlutverka eru aðalhlutverk í The Diving Bell and the Butterfly, Venus in Fur og Chicken and Plums, hlutverk Bond-skúrksins í Quantum of Solace og eftirminnileg aukahlutverk í myndum á borð við Munich og The Grand Budapest Hotel.

English

Julien (Mathieu Amalric) and Esther (Stéphanie Cléau) are having a passionate affair. We meet them in a hotel room at the beginning of the film – and in the next scene Julien is being interrogated about the affair, and something more seems to be at stake than just a court battle over a divorce. But before we learn more, we are transported back to the hotel room with the doomed lovers – and we still don‘t know why this became a legal matter. Yet little by little the plot unravels – but will we ever know what really happened?

This is Mathieu Amalric fourth feature film as director – the third being Cannes winner On Tour (Tournée), which won him the Best Director award at the festival. Amalric’s major claim to fame is as an actor though, he‘s been the lead in French films such as The Diving Bell and the Butterfly, Venus in Fur and Chicken and Plums, played the Bond-villain in Quantum of Solace and offered memorable support to Hollywood films such as Munich and The Grand Budapest Hotel.

Aðrar myndir í sýningu