Stórkostleg mynd byggð á sannri sögu um lækni sem uppgötvaði CTE heilaskaða í ruðnungsleikmönnum og baráttu hans til þess að koma þessum upplýsingunum á framfæri við almenning.
Árið 2002 fannst miðjumaður Pittsburgh Steelers, Mark Webster, látinn í bílnum sínum. Við krufningu kemur í ljós að hann hefur orðið fyrir miklum heilaskaða og krufningarlæknirinn Bennet Omalu (Will Smith) kemst að þeirri niðurstöðu að leikmaðurinn hafi látist af völdum síendurtekinna höfuðhögga sem hann hefur orðið fyrir á löngu tímabili. Næstu ár koma upp fleiri tilfelli látinna leikmanna með sömu áverka og Omalu leggur allt í sölurnar til að hið sanna komi í ljós.
Will Smith þykir sýna algeran stórleik í myndinni, sem fjallar um þetta eldfima mál sem reynt var að þagga niður í ruðningsheiminum árum saman.
English
In Pittsburgh, accomplished pathologist Dr. Bennet Omalu uncovers the truth about brain damage in football players who suffer repeated concussions in the course of normal play.