Fréttir

Bechdel prófið

01/09/2015

Í tilefni af 30 ára afmæli Bechdel prófsins verður sænska kvikmyndin Something Must Break (Nånting måste gå sönder) sýnd helgina 18.- 20. september.

Myndin fjallar um ástríðufulla ást Sebastians sem þráir að vera kona og Andreas sem er afar rólyndur. Myndin hefur hlotið fjölda alþjóðlegra tilnefninga og verðlauna.

Helgin markar upptöku Bíó Paradís á Becdhel prófinu, en allar kvikmyndir munu fá svokallaðan A stimpill ef hún stenst prófið.

Svíar hafa búið til svokallað Bechdel próf sem segir til um birtingarmynd kvenna í kvikmyndum. Til þess að standast þetta próf þarf myndin að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði:

1) Það þurfa að vera að minnsta kosti tvær (nafngreindar) konur í henni

2) Sem tala saman

3) Um eitthvað annað en karlmenn.

Skoða fleiri fréttir