Fréttir

Bíó Paradís fær hvatningarverðlaun ÖBÍ

05/12/2023

Bíó Paradís hlaut um helgina hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka en þau voru afhent við hátíðlega athöfn fyrr í dag.

RUV fjallaði um málið hér:

Bíó Paradís hlýtur verðlaunin fyrir frumkvæði að því að efla aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa.

„Eins og við vitum skiptir menning, þátttaka og samvera miklu máli fyrir samfélagið. Það er bensínið okkar og gerir okkur að þeim sem við erum. Þess vegna hefur það verið okkur svo mikið kappsmál að fá alla fjölbreytta hópa samfélagsins inn. En ávinningurinn er allur okkar megin því menningarlega auðmagnið sem við fáum inn frá því að geta boðið alla velkomna er okkar megin,“ sagði Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís þegar hún veitti verðlaununum móttöku.

Skoða fleiri fréttir