NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Fréttir

Bíó Paradís kynnir nýja streymisveitu – HEIMABÍÓ PARADÍS!!

27/11/2020

Í dag dregur aldeilis til tíðinda hjá Bíó Paradís þegar við hleypum af stokkunum NÝRRI STREYMISVEITUHEIMABÍÓ PARADÍS! Þar verður hægt að leigja myndir í tvo sólarhringa í senn til þess að fá Bíó Paradís upplifunina beint heim í stofu!

Við förum heldur betur af stað með pompi og prakt því við munum opna streymisveituna með ALÞJÓÐLEGRI BARNAKVIKMYNDAHÁTÍРsem nú fer í fyrsta skipti fram aðeins á netinu dagana 27. nóv. – 6. des.! Þetta verður í sjöunda skiptið sem Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð er haldin en hátíðin hefur skipað sér stóran sess í menningarlífi Reykjavíkur, og mun nú ná til fólks um land allt þökk sé Heimabíó Paradís! 

Til að byrja með verða 10 kvikmyndir, auk þeirra sem tilheyra Barnakvikmyndahátíð, í boði inná Heimabíó Paradís en Bíó Paradís fagnaði einmitt 10 ára afmæli fyrr á árinu! Heimabíó Paradís verður áfram opið eftir að Barnakvikmyndahátíð endar og á næstu vikum munu svo reglulega bætast við fleiri myndir, bæði gamlar og nýjar, svo það verður af nógu að taka!
Kynntu þér málið á https://heima.bioparadis.is
SJÁUMST HEIMA!
Skoða fleiri fréttir