Fréttir

BÍÓ PARADÍS ÓSKAR EFTIR SÝNINGARSTJÓRA/TÆKNISTJÓRA

28/03/2019

Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís ses. auglýsir lausa stöðu sýningarstjóra / tæknistjóra frá og með 1. júlí nk.

Starfslýsing: Mótttaka og vinnsla á öllu efni sem sýnt er í Bíó Paradís. Uppröðun á daglegum sýningum, sérsýningum, salarleigum og öllu prógrammi í sjálfvirku bíókerfi Bíó Paradísar, samskipti við stjórnendur og gesti varðandi sýningar og myndefni, prófun og stillingar á öllu myndefni fyrir sýningar í Bíó Paradís, tæknivinnsla á öllum kvikmyndum Bíó Paradísar, uppsetning texta og skil á aðrar veitur, umsjón með öllum tækjabúnaði sýningarklefa, þar með töldu hljóðkerfi Bíó Paradísar í sölum og loftræstingu sem stjórnað er úr klefa. Viðhald á tækjum Bíó Paradísar, pöntun og skipti á varahlutum ef með þarf.

Hæfniskröfur: Þekking á Digital Cinema sýningarbúnaði. Reynsla af myndvinnslu og textavinnslu, þekking á DCP og ProRes vinnslu. Reynsla og þekking á 5.1 bíóhljóðkerfi. Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni.

Vinnutími: alla virka daga frá 9 til 5. Vinnutími getur verið umsemjanlegur en um er að ræða 80 – 100% starf.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Hrönn Sveinsdóttur, á hronn@bioparadis.is fyrir 10. apríl nk.

Skoða fleiri fréttir