Fréttir

Fagra veröld – Nýtt á VOD-inu!

25/03/2020

Mynd sem sló í gegn á Frönsku kvikmyndahátíðinni 2020!

Stórkostleg rómantísk gamanmynd sem fjallar um Daniel, sem gefið er tækifæri á því að endurlifa fortíð sína í þeim tilgangi að bjarga hjónabandinu. Vönduð dramatísk kvikmynd sem endurspeglar ástina, minningarnar og nostalgíuna.

“Líkt og aðrar velheppnaðar kvikmyndir Frakka í þessum anda, t.d. Untouchables, býr La belle epoque yfir öllum þeim eiginleikum sem sóst er eftir. Hún er falleg, fyndin, hjartnæm, rómantísk, sorgleg og sniðug, hugmyndarík með fantagóðum leik og fullkomnu leikaravali. Hakar í öll boxin og jafnfrönsk og kampavín og camembert.” – ★★★★1/2 – Morgunblaðið

Hægt er að leigja FAGRA VERÖLD (LA BELLE ÉPOQUE) á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir