Fréttir

Franskar freistingar halda áfram!

15/02/2021

Við í Bíó Paradís erum í blússandi stuði og viljum endilega bjóða ykkur velkomin í bíó bæði í menningarhúsið okkar hér á Hverfisgötu og á heimabíóið okkar heima.bioparadis.is
Tvær vinsælustu kvikmyndirnar halda áfram strax í ALMENNUM SÝNINGUM eftir vel heppnaða Franska kvikmyndahátíð!

Sáli í Túnis – ef þú vilt hlæja rækilega og sjá furðufugla bæjarins í sálfræðitíma

Sumarið ´85 – ef þú misstir af sumrinu sem aldrei endaði (opnunarmynd hátíðarinnar)

Sýningartímar hér:
Vinsælar voru þær og uppselt á allar sýningar! Við bætum við aukasýningum helgina 19. – 21. febrúar!

Litla Land –  Myndin er byggð á skáldsögu tónlistarmannsins
Gaëls Faye og endurspeglar uppvöxt hans í Búrúndí.  Miðasala hér: 

Ómöguleg ást – Rómantísk saga sem spannar nokkra áratugi og aðlögun  á hinni frægu
femínísku skáldsögu Christine Angot. Miðasala hér: 

Vegna mikilla vinsælda verður AUKASÝNING sunnudaginn 21. febrúar á nýjstu kvikmynd hins goðsagnakennda leikstjóra Alejandro Jodorowsky Psychomagic eða Heillandi list. Myndin verður einnig aðgengileg í sólahring á streymisveitu Bíó Paradís sjá hér: 

Mun Jodorowsky ná að heila þig? Mögnuð mynd þar sem atriði úr frægustu kvikmyndum hans eru klippt inn í myndina og gefur verkum hans ný sjónarhorn og merkingu.
Hér á síðu Bíó Paradís
Miðasala Tix
Skoða fleiri fréttir